Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
15. febrúar 2011

Fatahönnuðir í Kaupmannahöfn

Sex íslensk fyrirtæki sýndu undir hatti Íslandsstofu á fatahönnunarsýningunni CPH Vision 2011,
sem haldin er samhliða Tískuvikunni í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar.

Þátttakendurnir frá Íslandi voru Sonja Bent, Kron by KronKron, Kalda, Skuggaverur, Krul Project og Diza by Alprjón, og fengu þeir mjög góðar viðtökur. Jafnframt tóku íslensku fyrirtækin IGLO og Sunbird þátt í sýningunni CPH Kids, sem fyrst var hleypt af stokkunum á síðasta ári.

CPH Vision í Kaupmannahöfn hefur verið haldin árlega frá árinu 1998. Rúmlega 10.000 gestir sóttu sýninguna að þessu sinni, um 50% Danir en aðrir frá Norðurlöndum, Bretlandi, Þýskalandi og víðar. CPH Kids var nú haldin öðru sinni og hefur farið vaxandi, að sögn Berglindar Steindórsdóttur hjá Íslandsstofu. Í ár voru sýnd 110 barnafatamerki og voru gestir um 3.200 talsins, þar af 31% alþjóðlegir.

Deila