Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. nóvember 2016

Ferðakaupstefna og vinnustofur í Kína

Ferðakaupstefna og vinnustofur í Kína
Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á CITM ferðakaupstefnunni sem fram fer í Shanghai dagana 11. - 13. nóvember.

Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á CITM ferðakaupstefnunni sem fram fer í Shanghai dagana 11.-13. nóvember. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Kína.

Fyrr í vikunni voru haldnar Íslandskynningar og vinnustofur í borgunum Chongqing og Wuhan og sóttu fulltrúar ríflega 40 ferðaskrifstofa hvorn stað. Boðið er upp á beint flug til Evrópu frá báðum borgum sem skýrir aukinn áhuga á Íslandi sem áfangastað á þessum svæðum. 

Fyrirtækin sem taka þátt í verkefninu eru GT Group, Sterna travel, Icelandair, Iceland Travel, Tripical, Hotels of Iceland, Gray Line og Iceland Europe Travel partnership.

Stefán Skjaldarson sendiherra í Beijing er með íslenska hópnum í för og hefur greitt götu hans þar sem þörf er á. Aðkoma sendiráðsins hefur styrkt mjög tengingar við yfirvöld á hverjum stað. Í Chongqing átti sendiherrann m.a. fund með varaborgarstjóra þessarar 30 milljón manna borgar. Svæðið býr yfir jarðhita og reynslu í rekstri heilsubaða, sem e.t.v. gæti falið í sér tækifæri fyrir Ísland. Kínverska sjónvarpið birti frétt um fundinn þar sem fram komu, auk sendiherrans, Birgit Nyborg kona hans, Þorleifur Þór Jónsson frá Íslandsstofu, Ársæll Harðarson frá Icelandair sem er formaður Kínversk-íslenska viðskiptaráðsins og Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line.
Sjá nánar í frétt kínverska sjónvarpsins

 

Deila