Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. maí 2017

Ferðakynningar í Austurlöndum fjær

Ferðakynningar í Austurlöndum fjær
Dagana 12. til 17. maí stóð Íslandsstofa fyrir ferðakynningum og vinnustofum í Seoul í Suður Kóreu og kínversku borgunum Hong Kong, Shenzhen og Guangzhou.

Dagana 12. til 17. maí stóð Íslandsstofa fyrir ferðakynningum og vinnustofum í Seoul í Suður Kóreu og kínversku borgunum Hong Kong, Shenzhen og Guangzhou.

Fundirnir voru kjörin tækifæri til að komast í bein tengsl við erlendu söluaðilana og ná þannig milliliðalausum viðskiptum. Með sívaxandi millistétt í þessum löndum er að skapast mjög stór markaður. Ferðamenn sem hafa þegar komið til stórborga Evrópu vilja skoða eitthvað nýtt í annarri eða þriðju ferð og þá er Ísland ofarlega á lista. Með mjög góðum flugtengingum er þetta frekar einfalt ferðalag. Í raun hlýtur það aðeins að vera spurning um tíma hvenær beint flug kemst á milli landanna, að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar hjá Íslandsstofu.

Fulltrúar fyrirtækjanna Gray line, GJ Travel, Hotels of Iceland, Icelandair, Iceland Travel, Reykjavík Sightseeing og Yu Fan Travel tóku þátt.

Deila