Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. desember 2016

Ferðamönnum leiðbeint um öruggar sjálfsmyndir

Ferðamönnum leiðbeint um öruggar sjálfsmyndir
Vetrarherferð Inspired by Iceland er hafin. Þar er erlendum ferðamönnum m.a. ráðlagt hvernig á að taka sjálfu (e. selfie) á öruggan máta.

Vetrarherferð Inspired by Iceland er hafin. Þar er erlendum ferðamönnum m.a. ráðlagt hvernig á að taka sjálfu (e. selfie) á öruggan máta. Ráðleggingarnar eru hluti af kennslumyndböndum Iceland Academy sem er herferð Inspired By Iceland í ár. Einnig er fjallað um hátíðir á Íslandi, íslenska hestinn og sögu Íslands, orkuna í iðrum jarðar og hvernig á að ferðast víðar um landið og njóta þess sem hver landshluti hefur upp á að bjóða.

Iceland Academy herferðin miðar að því að leiðbeina ferðamönnum að ferðast um Ísland á öruggan og ábyrgan máta og um leið hámarka ánægju og áhuga ferðamanna með því að upplýsa þá með skemmtilegum hætti um ýmislegt sem varðar dvöl þeirra á Íslandi. Fjallað er um hvernig á að umgangast náttúru Íslands, hvar má tjalda, hvernig á að keyra á íslenskum vegum og hvernig á t.d. að hegða sér á baðstöðum. Einnig er ýmislegt forvitnilegt í íslenskri menningu, siðum og náttúru kynnt fyrir ferðamönnum með örnámskeiðum á myndbandsformi sem aðgengileg eru á vef og samfélagsmiðlum.

Um 6 milljón manns hafa horft á myndbönd herferðarinna og yfir 18.000 manns hafa útskrifast úr Iceland Academy frá því herferðin hófst í febrúar sl. BBC World Wide mun sýna sérstaklega myndbönd frá herferðinni í þætti þeirra The Travel Show.

Hægt er að skrá sig í Iceland Academy á vefsíðunni www.inspiredbyiceland.com

Deila