Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. september 2017

Ferðaþjónustan sækir í austur

Ferðaþjónustan sækir í austur
Í september skipulagði Íslandsstofa tvo viðburði í Asíu þar sem 13 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki tóku þátt.

Í september skipulagði Íslandsstofa tvo viðburði í Asíu þar sem 13 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki tóku þátt.

Dagana 10.- 12. september voru haldnar vinnustofur í borgunum Jerúsalem, Haifa og Tel Aviv í Ísrael. Hátt í 100 gestir sóttu vinnustofurnar enda mikill áhugi á Íslandi í ljósi þess að beint flug frá Ísrael hófst 13. september sl. Fulltrúar fyrirtækjanna Arctic Adventures, Colors of Iceland, Gray line, Iceland Travel, Icelandair, Mountaineers of Iceland, Nordic Visitor, Reykjavík Excursions, Snæland Travel, Teitur Jónasson hf og WOW air voru með í för og hittu fyrir innlenda ferðaheildsala og kynntu sér staðhætti í Ísrael.

JATA ferðakaupstefnan fór fram í Tókýó dagana 20.- 23. september og tók Ísland þátt í kaupstefnunni sem fyrr, en þar naut Íslandsstofa dyggrar aðstoðar sendiráðs Íslands í Tókýó við framkvæmd og undirbúning. Fyrirtækin Gray line, Iceland Travel, Reykjavík Excursion, Travel North og Viking KK tóku þátt í sýningunni og létu fulltrúar þeirra vel af viðtökunum.

Deila