Fimm íslensk sprotafyrirtæki kynna verkefni sín í Helsinki
Hópur aðila úr viðskiptalífinu, fulltrúar sprotafyrirtækja, aðilar úr stuðningsumhverfinu og frá ráðuneytum fara í viðskiptaferð til Helsinki dagana 11. og 12. nóvember nk. þar sem sótt verður tækni- og fjárfestaráðstefnan Slush. Fimm íslensk sprotafyrirtæki hafi verið valin til að kynna viðskiptahugmyndir sínar á ráðstefnunni. Það eru teymin Rational Networks, Mure, Authenteg, Radiant Games og 3Z. Alls voru 100 teymi valin úr hópi nokkur hundruð umsækjenda.
Samhliða ráðstefnunni hafa Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Helsinki skipulagt viðbótardagskrá þar sem settir verða upp kynningafundir, farið í fyrirtækjaheimsóknir og fundað með sprotafyrirtækjum og stoðumhverfinu í Finnlandi.