Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
31. maí 2018

Fjármögnunartækifæri fyrir grænar lausnir kynnt

Fjármögnunartækifæri fyrir grænar lausnir kynnt
Fjármögnunartækifæri fyrir grænar lausnir í þróunarlöndunum voru til umræðu á vel sóttum fundi Íslandsstofu og utanríkisráðuneytisins sem fram fór í dag.

Norræni loftslagssjóðurinn (e. Nordic Climate Facility, NCF) og Samstarfssjóður um orku og umhverfi í suður og austur Afríku (e. The Energy and Environment Partnership, EEP Africa) eru tveir sjóðir undir hatti Norræna þróunarsjóðsins ( e. NDF) sem báðir veita styrki til loftslags- og orkuverkefna í þróunarlöndunum. Í tilefni af því að báðir kalla nú eftir umsóknum boðuðu Íslandsstofa og utanríkisráðuneytið, í samvinnu við NDF, til kynningarfundar í dag, fimmtudag, 31. maí. 

Á fundinum kynnti Emeli Möller, forstöðumaður, Norræna loftslagssjóðinn (NCF) en sjóðurinn leitar nú, áttunda árið í röð, eftir hugmyndum að grænum lausnum sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga í þróunarlöndum. Opnað verður fyrir umsóknir til að skila inn tillögum í ágúst. Johanna Zilliacus, verkefnastjóri, kynnti því næst EEP Africa sem nýverið fór undir NDF. Þessi sjóður veitir styrki á fyrri stigum og hvatafjármögnun til nýsköpunarverkefna sem tengjast hreinni orku, tækni og viðskiptalíkönum. Sjóðurinn hefur þegar opnað fyrir umsóknir í ár, í 14. sinn , og er frestur til að skila inn tillögum til og með 28. júní nk. Að auki fylgdi ein reynslusaga fyrrum styrkþega dagskrá fundarins. Kemur hún frá Páli Gíslasyni, forstjóra Ocean Excellence - sem unnið hefur að verkefni í Mósambik. 

Sjá má nánari upplýsingar um sjóðina, umsóknarferlið og hverjir geta sótt um á heimasíðum NCF og EEP Africa.

Glærur frá fundinum má nálgast hér fyrir neðan:

Deila