Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. október 2018

Fjöldi íslenskra þátttakenda á ITB Asia í Singapúr

Fjöldi íslenskra þátttakenda á ITB Asia í Singapúr
Þessa dagana stendur yfir ITB ferðakaupstefnan í Singapúr.

Kaupstefnan er nú haldin í 11. sinn og er þetta annað árið í röð sem Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás með íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum.

Sýningin dregur að sér fjölda þátttakenda frá öllu Suð-Austur Asíu svæðinu og komu á síðasta ári yfir 11 þúsund gestir frá 110 löndum. Sýningin er eingöngu opin fagfólki og er því sterkur vettvangur til að koma sér á framfæri. Samhliða eru haldnar ýmsar kynningar um efni sem eru ofarlega í deiglunni, svo sem hvernig veita á þjónustu á tímum gervigreindar og hvernig áfangastaðir geti sem best tekist á við fjölgun ferðamanna.

Áhugi meðal íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu á sýningunni hefur stóraukist og eru nú fulltrúar 15 fyrirtækja með í för, en voru sjö talsins í fyrra. Þetta eru fyrirtækin CenterHotels, GT Travel, Gray Line Iceland, Guide to Iceland, Hotels of Iceland, Icelandair, Icelandair Hotels, Iceland Travel, Midnight Sun Travel, Mountaineers of Iceland, Midnight Sun Travel, Reykjavik Excursions, Snæland Travel, Superjeep, Teitur Travel, Terra Nova og WOW Air.   


Deila