Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. maí 2018

Fjölmenni á viðskiptaþingi Japans og Íslands

Fjölmenni á viðskiptaþingi Japans og Íslands
Í tilefni heimsóknar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til Tókýó, sem stendur yfir þessa dagana, efndu Íslandsstofa, sendiráð Íslands í Tókýó, JETRO, Viðskiptaráð Íslands og Japansk-íslenska viðskiptaráðið, til viðskiptaþings þar sem kynntar voru helstu áherslur í viðskiptum landanna.

Að lokinni opnunarræðu Elínar Flygenring, sendiherra Íslands í Japan ávörpuðu utanríkisráðherra og Yasukazu Irino, framkvæmdastjóri JETRO (Japan External Trade Organization) þingið og síðan voru flutt erindi. Ásta Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs talaði almennt um umhverfið í viðskiptum landanna en því næst voru þrír málaflokkar ræddir. Orka og nýting hennar var efni erinda Gunnars Guðna Tómassonar frá Landsvirkjun, Einars H. Tómassonar frá Íslandsstofu og Eyjólfs Magnúsar Kristinssonar frá Advania. Íslensk matvæli voru umfjöllunarefni Jónasar Engilbertssonar frá Icelandic, Svavars Halldórssonar frá Markaðsskrifstofu lambakjöts og Ara Edvald hjá MS. Að endingu ræddu Ársæll Harðarson frá Icelandair og Þorleifur Þór Jónsson frá Íslandsstofu um ferðamál á Íslandi. Bolli Thoroddsen formaður Japansk-íslenska viðskiptaráðsins flutti lokaorðin þar sem hann þakkaði gestum m.a. fyrir komuna.
Vel á annað hundrað gestir sóttu þingið og ljóst er að mikill áhugi er á viðskiptum milli landanna tveggja.

Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum.

Deila