Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. febrúar 2013

Fjölmennur viðskiptafundur í Madríd

Fjölmennur viðskiptafundur í Madríd
Spænsk-íslenska viðskiptráðið og Íslandsstofa stóðu fyrir viðskiptafundi í Madríd á Spáni á mánudag, í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Tilgangur fundarins var að efla tengslin milli Spánar og Íslands með áherslu á orkumál, ferðamannaiðnað, fiskveiðar og stjórnmál.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Spænsk-íslenska viðskiptráðið og Íslandsstofa stóðu fyrir viðskiptafundi í Madríd á Spáni í gær 4. febrúar, í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Tilgangur fundarins var að efla tengslin milli Spánar og Íslands með áherslu á orkumál, ferðamannaiðnað, fiskveiðar og stjórnmál. Tæplega 200 manns sóttu fundinn sem haldinn var í húsakynnum Viðskiptaráðs Madrídar.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, var aðalræðumaður dagsins en í framsögu sinni lagði hann m.a. áherslu á árangurinn sem náðst hefur í efnahagslífinu á Íslandi frá hruni. Þá héldu fulltrúar ólíkra greina atvinnulífsins frá Íslandi og Spáni erindi. Á meðal ræðumanna voru Fidel Peréz Montes, forstjóri IDAE (Orkurannsóknarstofnun Spánar), Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, Sigurður Arnalds, framkvæmdastjóri hjá Mannviti, Alicia Coronil blaðamaður, Magnús B. Jónsson, framkvæmdastjóri ISI Seafood á Spáni, Eva Bretos Cano, umboðsmaður Icelandair á Spáni, og Vilborg Einarsdóttir frá Mentor.

 

 

 

Deila