Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. janúar 2017

Fullt hús á kynningarfundi um Markaðsfyrirtæki ársins

Fullt hús á kynningarfundi um Markaðsfyrirtæki ársins
Við þökkum fyrir frábæra mætingu á kynningu okkar á hádegisfundi ÍMARK og MBA í Hátíðasal Háskóla Íslands, sem fram fór s.l. fimmtudag.

Markaðsstarf Íslandsstofu var í brennidepli á hádegisfundi ÍMARK og MBA sem fram fór í Hátíðasal Háskóla Íslands 12. janúar sl. Þar fjölluðu Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina um markaðsstefnu Íslandsstofu og árangur hennar á undanförnum árum. 

Kynningin fór fram fyrir fullu húsi, en þar fjölluðu Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina um markaðsstefnu Íslandsstofu og þann árangur sem hún hefur verið að skila á undanförnum árum. 

Fundarstjóri var dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Íslandsstofa hlaut Markaðsverðlaun ÍMARK árið 2016, eins og áður segir. Í rökstuðningi dómnefndar segir að markaðsstefna Íslandsstofu sé trúverðug og sett fram með skýrum hætti. Unnar eru markaðsáætlanir í samstarfi við hagsmunaaðila þar sem unnið er út frá vel skilgreindum markmiðum. Þá segir að gerðar séu markaðsrannsóknir og aðrar mælingar sem draga með faglegum hætti fram þann árangur sem rekja má til þess starfs sem unnið er hjá Íslandsstofu. Umfram allt er markaðsstarf Íslandsstofu vel skilgreint, faglegt og unnið af raunsæi. 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.

 

Deila