Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. maí 2017

Fundað um samstarf á norðurslóðum

Fundað um samstarf á norðurslóðum
Íslandsstofa, Visit Greenland og Visit Faroe Islands stóðu fyrir vinnustofu 9. maí sl. með það að markmiði að styrkja samstarf á sviði ferðamála á milli Íslands, Færeyja og Grænlands.

Íslandsstofa, Visit Greenland og Visit Faroe Islands stóðu fyrir vinnustofu 9. maí sl. með það að markmiði að styrkja samstarf á sviði ferðamála á milli Íslands, Færeyja og Grænlands. Vinnustofan fór fram á Hilton Reykjavik Nordica en alls tók 31 fyrirtæki þátt, þar af 15 frá Íslandi, 8 frá Færeyjum og 8 frá Grænlandi. Viðburðurinn var í formi stefnumóta (B2B) og var hann ætlaður ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum frá löndunum þremur. Fundirnir þóttu takast vel og ríkti almenn ánægja meðal fulltrúa fyrirtækjanna eftir daginn. 

Vinnustofan er hluti af markaðsaðgerðum sem NATA stendur fyrir. Markaðshópur NATA vinnur að sameiginlegum markaðsverkefnum sem stuðla að auknu samstarfi á sviði ferðamála milli landanna þriggja.

Deila