Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
8. október 2013

Fundarröð upplýsingatæknifyrirtækja hafin

Fundarröð upplýsingatæknifyrirtækja hafin
Síðastliðinn föstudag fór fram fyrsti fundur í fundarröð um markaðs- og sölumál upplýsingatæknifyrirtækja sem Íslandsstofa og SUT (Samtök upplýsingatæknifyrirtækja) standa fyrir. Efni fundarins, sem var vel sóttur, var samstarf fyrirtækja á erlendum mörkuðum.
Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell, stýrði þessum fyrsta fundi en fyrirhugað er að halda annan fund fyrir jól

 

 

 


Síðastliðinn föstudag fór fram fyrsti fundur í fundarröð um markaðs- og sölumál upplýsingatæknifyrirtækja sem Íslandsstofa og SUT (Samtök upplýsingatæknifyrirtækja) standa fyrir.  Efni fundarins, sem var vel sóttur, var samstarf fyrirtækja á erlendum mörkuðum.

Finnur T. Bragason, sölu og markaðsstjóri AGR á Íslandi, María Guðmundsdóttir hjá Mentor og Georg Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Meniga, lýstu reynslu sinni af samstarfi fyrirtækjanna á erlendum mörkuðum. Það sem kom fram í kynningum þeirra var meðal annars að:

  • Öflugt sölunet samstarfsaðila gefur góðan árangur
  • Nauðsynlegt er að mæla árangur hjá samstarfsaðilum
  • Ef þú getur ekki kynnt þína vöru, ekki búast við að aðrir geti það
  • Setja þarf skýr markmið áður en farið er á sýningar

Nánari upplýsingar veitir Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is

Deila