Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
6. nóvember 2015

Fundur á Ísafirði með framleiðendum og útflytjendum matvæla

Fundur á Ísafirði með framleiðendum og útflytjendum matvæla
Íslandsstofa boðar til fundar á Ísafirði með framleiðendum og útflytjendum matvæla og öðrum þeim sem áhuga hafa á málefninu fimmtudaginn 12. nóvember kl. 10:30-12:00 Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.

Íslandsstofa boðar til fundar á Ísafirði með framleiðendum og útflytjendum matvæla og öðrum þeim sem áhuga hafa á málefninu fimmtudaginn 12. nóvember kl. 10:30-12:00 Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.

Á fundinum verða kynntar niðurstöður kortlagningar matvælageirans sem Íslandsstofa lét gera í samstarfi við hagsmunafélög í framleiðslu matvæla og rætt um matvælaframleiðslu á Vestfjörðum. Kortlagningin fólst í spurningakönnun sem Gallup lagði fyrir matvælafyrirtækin í landinu og viðtölum við útflytjendur og hagsmunaaðila.

Fulltrúar matvælaframleiðenda á Vestfjörðum eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í umræðum um tækifæri og framtíðarsýn fyrir sitt svæði og hvernig Íslandsstofa getur sem best stutt við matvælaframleiðendur og útflytjendur matvæla á Vestfjörðum.

Nánari upplýsingar um fundinn veita:
Bryndís Eiríksdóttir, bryndis@islandsstofa.is og
Áslaug Þ. Guðjónsdóttir, aslaug@islandsstofa.is, verkefnisstjórar á matvælasviði, í síma 511 4000.

Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram

Deila