Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. desember 2018

Fyrirmyndarfyrirtæki Ábyrgrar ferðaþjónustu 2018

Fyrirmyndarfyrirtæki Ábyrgrar ferðaþjónustu 2018
Þann 6. desember sl. var Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu haldinn hátíðlegur í Veröld – Húsi Vigdísar þar sem aðilar í Ábyrgri ferðaþjónustu hittust. Festa og Íslenski ferðaklasinn eru framkvæmdaraðilar verkefnisins, en Íslandsstofa er einn af samstarfsaðilum þess.

Í tilefni af deginum veitti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verðlaun til fyrirmyndar fyrirtækis í Ábyrgri ferðaþjónustu. Verðlaunin að þessu sinni hlutu Elding – hvalaskoðun. 

Í rökstuðningi dómnefndar segir:
„Fyrirtækið sem varð fyrir valinu sem fyrirmyndarfyrirtæki í ábyrgri ferðaþjónustu árið 2018 hefur verið með virka umhverfisstefnu í fjölda ára og verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar á sviði umhverfismála og eru m.a. aðili að fleiri en einu umhverfisverkefni. Þetta fyrirtæki er eitt af þeim fyrstu sem fór í gegnum vottunarkerfi Vakans og er með gullvottun. Það setur sér markmið í málaflokknum, mælir árangur og birtir stefnuna og markmiðin á heimasíðu sinni. Auk þess að vinna að stöðugum úrbótum.

Við óskum Eldingu innilega til hamingju með verðlaunin! 

Nánar á vef Íslenska ferðaklasans


Deila