Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. október 2015

Fyrirtæki bregðast við þörfum neytenda sinna í auknum mæli

Fyrirtæki bregðast við þörfum neytenda sinna í auknum mæli
Þriðjudaginn 6. október stóð Íslandsstofa, í samvinnu við Capacent, fyrir fundi um strauma og stefnur (e. Trends) í ferðaþjónustu sem hafa áhrif á ferðamenn undir nafninu „Ferðaþjónusta morgundagsins“.

Þriðjudaginn 6. október stóð Íslandsstofa, í samvinnu við Capacent, fyrir fundi um strauma og stefnur (e. Trends) í ferðaþjónustu sem hafa áhrif á ferðamenn undir nafninu „Ferðaþjónusta morgundagsins“.

Victoria Foster, forstöðumaður hjá Trendwatching flutti fyrirlestur um Trends for tomorrow en hún sagði að helsta breytingin sem við sæjum í straumum og stefnum í dag væri hvernig fyrirtæki eru að bregðast við þörfum okkar. Neytandinn hefur ákveðnar væntingar og það hvernig aukinn tengileiki, t.d. í með hjálp Wi-fi, skýjatækni og annarri deilitækni, hefur áhrif á hvernig fyrirtæki mæta væntingunum. Neytendur hegða sér með nýjum hætti, yfirfæra t.d. reynslu á milli fyrirtækja og því eiga fyrirtæki og vörumerki sameiginlega eiginleika sem hægt er að nýta til að mæta þörfum viðskiptavina. Bilið á milli þess sem fólk vill fá, og þess sem fyrirtækin vilja gefa þeim, er það sem einblína þarf á til að til að geta nýtt sér stefnur og strauma (eða trends). Kynning Victoriu Foster

Magnús Orri Schram hélt í framhaldi fyrirlestur um hvernig íslensk ferðaþjónusta mæti væntingum ferðamanna í framtíðinni og sýndi fram á dæmi úr ferðaþjónustu hér heima sem og erlendis frá sem geta nýst aðilum í ferðaþjónustu hér á landi.

Rán Flyering teiknaði upp fyrirlestra Victoriu og Magnúsar Orra og hér að neðan má sjá afraksturinn af hennar vinnu.

Smellið á myndina að ofan til að opna pdf útgáfu

Deila