Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. maí 2011

Geysilega góð viðbrögð í Brussel

Óhætt er að segja að íslensku fyrirtækin hafi verið ánægð með árangurinn í ár og greinilegt að viðskipti fara vaxandi. Mikil jákvæðni ríkir meðal íslensku þátttakendanna og hefur gengið mjög vel hjá þeim, þar sem farið hefur saman mikil sala og hátt verð á fiski.

Sameiginlegur bás Íslands á sjávarútvegssýningunum í Brussel þetta árið var í fyrsta sinn undir merkjum Íslandsstofu. Íslensk fyrirtæki eru áberandi á sýningunum líkt og undanfarin ár en í ár taka 26 íslensk fyrirtæki þátt. Í ár voru 13 íslensk fyrirtæki á sjávarafurðasýningunni European Seafood Exposition (ESE) og13 á véla- og tækjasýningunni Seafood Processing Europe (SPE). Þjóðarbásarnir tveir voru samtals 532 m2 á stærð sem er um 10% aukning á gólfplássi frá því á síðasta ári.

Þetta eru fjölsóttustu sýningar sinnar tegundar í heiminum í dag en rúmlega 700 fyrirtæki víðs vegar úr heiminum taka þátt í ESE sjávarafurðasýningunni og rúmlega 200 fyrirtæki kynna framleiðsluvörur sínar á véla- og tækjasýningunni SPE.

Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt í ár voru: 3x Technology, Dis, Maritech, Trackwell, Optimar, Hampiðjan, Skaginn, Borgarplast, Samskip, Egill, Valka, Eimskip, Wisefish,HB Grandi, Íslenska umboðssalan, Menja, Seafood Union, Triton, Félag atvinnurekanda, Iceland Pelagic, G.Ingason, Ice west, Ögurvík, Íslandsbanki, Matís og Novofood.

Deila