Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. nóvember 2011

Góð þátttaka á ráðstefnu vegna verkefnisins Hönnun í útflutning

Ráðstefnan „Hönnun eykur samkeppnisforskot fyrirtækja" fór fram síðastliðinn miðvikudag.

Þar gerði Andres Fanö frá Dansk Design Center grein fyrir reynslu þeirra af samstarfi hönnuða og fyrirtækja og fjallaði um þá verðmætasköpun sem felst í slíku samstarfi. Þá fór Thomas Harrit frá hinni margverðlaunuðu hönnunarstofu Harrit-Sörensen ApS yfir árangursrík verkefni sem stofan hefur unnið með fyrirtækjum.
Auk þess var kynntur afrakstur fyrirtækja og hönnuða í verkefninu „Hönnun í útflutning" sem hefur það að markmiði að hvetja til samstarfs þeirra á milli. Farið verður yfir niðurstöður þessara verkefna síðar.
Niðurstaða ráðstefnunnar var að hönnun hefur jákvæð áhrif á afkomu, markaðshlutdeild og samkeppnishæfni fyrirtækja.

Hönnun í útflutning er samstarfsverkefni Íslandsstofu, Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Samtaka iðnaðarins.

Deila