Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. apríl 2013

Góðar viðtökur í Aberdeen

Góðar viðtökur í Aberdeen
Í þessari viku hefur viðskiptasendinefnd á vegum Íslandsstofu dvalið í Aberdeen í Skotlandi í þeim tilgangi að kynna sér þjónustu heimamanna við olíu og gasvinnslu.

Í þessari viku hefur viðskiptasendinefnd á vegum Íslandsstofu dvalið í Aberdeen í Skotlandi í þeim tilgangi að kynna sér þjónustu heimamanna við olíu og gasvinnslu. Aðilar frá 18 íslenskum fyrirtækjum voru með í för. Íslendingarnir heimsóttu ýmis fyrirtæki sem sérhæfa sig við að þjónusta olíu og gasvinnsluna fyrir ströndum Skotlands, auk þess sem þeir kynntu sér umfangsmikla starfsemi hafnarinnar og flugvallarins. Þá var farið í Háskólann í Aberdeen og Scotland Development sem er systurstofa Íslandsstofu í Skotlandi.

Þátttakendur í ferðinni hafa fengið glögga mynd af borgar- og atvinnuþróun í Aberdeen frá því að olíu og gasvinnsla hófst í Norðursjó. Mótttökur og gestrisni Skotanna hefur verið með eindæmum og mynduðust góð tengsl á milli skoskra og íslenskra fyrirtækja sem eiga ugglaust eftir að leggja grunn að frekara samstarfi.


 

 

Deila