Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. maí 2014

Gullkarfaveiðar Íslendinga hafa hlotið IRF vottun

Gullkarfaveiðar Íslendinga hafa hlotið IRF vottun
Gullkarfaveiðar Íslendinga hafa hlotið vottun skv. ströngustu alþjóðlegu kröfum sem Iceland Responsible Fisheries (IRF) stendur fyrir. Vottunin er mikilvæg krafa á helstu markaðssvæðum Íslendinga fyrir gullkarfann, einkum í Þýskalandi.

Gullkarfaveiðar Íslendinga hafa hlotið vottun skv. ströngustu alþjóðlegu kröfum sem Iceland Responsible Fisheries (IRF) stendur fyrir. Vottunin er mikilvæg krafa á helstu markaðssvæðum Íslendinga fyrir gullkarfann, einkum í Þýskalandi. Vottunin staðfestir ábyrgar veiðar á gullkarfastofninum sem uppfylla varúðarleið við stjórn fiskveiða en veiðunum er nú stjórnað skv. aflareglu (Harvest control rule) sem stjórnvöld hafa ákveðið í samræmi við tillögu Hafrannsóknarstofnunar og sem Alþjóðahafrannsóknarráðið (ICES) hefur yfirfarið og samþykkt.

Vottunarstaðallinn byggir m.a. á leiðbeiningarreglum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Vottunin er unnin af Global Trust Certification/SAI Global, óháðum faggiltum vottunaraðila. Íslenski gullkarfinn er fyrsta karfategundin sem hlýtur vottun af þessu tagi. Áður hafa þorsk-, ýsu- og ufsaveiðar verið vottaðar skv. IRF kröfum.

Nánari upplýsingar veita Finnur Garðarsson hjá Ábyrgum fiskveiðum ses, finnur@fiskifelag.is, sími 896 2400 og Guðný Káradóttir hjá Íslandsstofu, gudny@islandsstofa.is, sími 693 3233.

 

Deila