Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. september 2012

Hagnýtar upplýsingar á námskeiði um virðisaukaskatt í ESB

Hagnýtar upplýsingar á námskeiði um virðisaukaskatt í ESB
Rúmlega 20 fulltrúar fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum sóttu námskeið Íslandsstofu og Enterprise Europe Network um virðisaukaskatt í Evrópusambandinu.

Rúmlega 20 fulltrúar fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum sóttu námskeið Íslandsstofu og Enterprise Europe Network um virðisaukaskatt í Evrópusambandinu.

Á námskeiðinu fór Mette Juul, sérfræðingur frá Ernst&Young í Danmörku, yfir helstu atriði um virðisaukaskatt í ESB. Hún benti meðal annars á að reglur aðildarlandanna þar um gætu verið ólíkar og lagði áherslu á mikilvægi þess að menn kynntu sér reglur í sínu viðskiptalandi. Mette fór einnig ítarlega yfir hvaða tilvik kalla á virðisaukaskattskráningu íslenskra fyrirtækja í ESB, bæði vegna vöru- og þjónustuviðskipta. Helga Hauksdóttir, sérfræðingur Ernst&Young á Íslandi, fór síðan stuttlega yfir virðisaukaskattsreglur á Íslandi og benti á að hvaða leyti þær væru frábrugðnar reglum Evrópusambandsins.

Þátttakendur tóku virkan þátt í námskeiðinu og nýttu tækifærið til að fá svör sérfræðinganna við spurningum sínum.

Deila