Hagnýtt starfsnám hjá Íslandsstofu
Hefur þú áhuga á ferðaþjónustu?
Íslandsstofa auglýsir eftir starfsnema á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina. Starfshlutfall er 40%. Ráðningartímabil er frá 1. nóvember 2018 út maí 2019.
Helstu verkefni og ábyrgð
Markmið starfsnámsins er að gefa ungu fólki færi á að afla sér reynslu og þekkingar á ferðamálum og kynnast því fjölbreytta starfi sem unnið er á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.
Hæfniskröfur
-
Umsækjandi skal vera í háskólanámi sem tengist störfum Íslandsstofu á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina
-
Þekking á Íslandi og ferðaþjónustu
-
Áhugi á fjölmiðlum, almannatengslum eða alþjóðlegri markaðssetningu
-
Góð kunnátta í ensku og íslensku - önnur tungumálakunnátta æskileg
-
Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
Upplýsingar
Umsóknum skal skilað rafrænt á starfsnam.islandsstofa.is fyrir 17. september.
Nánari upplýsingar veitir Karen Möller Sívertsen, verkefnisstjóri, ferðaþjónustu og skapandi greina, karen@islandsstofa.is