Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. september 2018

Haustfundur ETPO – WGIP haldinn í Reykjavík

Haustfundur ETPO – WGIP haldinn í Reykjavík
Haustfundur ETPO-WGIP (e. European Trade Promotion Organisation – Working Group of Information Professionals) fór fram í Reykjavík dagana 25. og 26. september sl.

Haustfundur ETPO-WGIP (e. European Trade Promotion Organisation – Working Group of Information Professionals) fór fram í Reykjavík dagana 25. og 26. september sl. Alls voru mættir til fundarins 34 fulltrúar frá 22 löndum en þetta er í fyrsta sinn sem þessi hópur fundar í Reykjavík.

Fundir sem þessir eru gagnlegir fyrir kollega að læra hver af öðrum sem og mynda persónuleg tengsl víða um Evrópu. Frá Íslandsstofu fluttu erindi á fundinum Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri, og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina, um starfsemina og þróun Inspired by Iceland - markaðsátaksins. Dagskrá taldi annars alls á annan tug fyrirlestra og kynninga þ.á.m. frá Eistlandi og Hollandi um ,,Country branding“ og fyrirlestur frá Spáni um reynsluna þar af sölu á spænskri matvöru í gegnum Amazon. Á dagskrá voru einnig hagnýtir fyrirlestrar um mismunandi aðferðafræði við aðstoð við fyrirtæki í útflutningshugleiðingum.

Auk fundarsetu kynntu fundarmenn sér m.a. manngerða íshellinn í Perlunni sem vakti mikla lukku - sem og öll umgjörð fundarins í heild. Næsti fundur hópsins er þegar fyrirhugaður í Osló í maí nk.

Deila