Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. nóvember 2011

Heimboð Íslendinga hljóta góðar undirtektir

Markaðsátakið „Ísland – allt árið“ hefur farið vel af stað. Tilgangur verkefnisins er að draga úr árstíðarsveiflu í íslenskri ferðaþjónustu, en átakið er rekið undir merkjum Inspired by Iceland.

Átak haustsins hefur snúist um heimboð Íslendinga, en fjölmargir Íslendingar hafa boðið erlendum ferðamönnum að kynnast landi og þjóð með persónulegum hætti með því að taka þátt í daglegum athöfnum. Einn þeirra sem tekið hefur þátt í átakinu er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, en hann bauð ferðamönnum að þiggja pönnukökur á Bessastöðum. Heimboð forsetans hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla, en Ólafur var meðal annars í viðtali við BBC og CNN í tengslum við heimboðið. Þá bauð Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, til Sushi-veislu, svo eitthvað sé nefnt.

Deila