Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. september 2018

Heimsókn frá Hubei héraði í Kína

Heimsókn frá Hubei héraði í Kína
Þann 24. september sl. tók Íslandsstofa á móti Yang Yunyan, varafylkisstjóra í Hubei héraði í Kína, sem kom til landsins ásamt 20 manna sendinefnd.

Sendinefndin samanstóð að stærstum hluta af fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja sem vildu komast í samskipti við íslensk fyrirtæki innan sömu greinar. Íslandsstofa hélt vinnustofu í Wuhan, höfuðborg héraðsins fyrir tveimur árum og var því þegar búið að leggja grunninn að samstarfi. Fulltrúar 12 íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja mættu á fundinn og ræddu möguleg viðskiptatengsl við kínversku gestina.

Hubei hérað er litlu stærra en Ísland eða 185.000 km2 en íbúafjöldi þar er um 60 milljónir. Þótt kaupmáttur sé ekki eins mikill og í Evrópu þá er hann á hraðri uppleið enda mörg alþjóðleg fyrirtæki með starfsemi á svæðinu. Samgöngur eru afar góðar frá Wuhan um allt Kína og bjóða þeir upp á beint flug til fjögurra borga í Evrópu. 


Deila