Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. apríl 2016

Hestadagar - Hátíðarhelgi Íslenska hestsins

Hestadagar - Hátíðarhelgi Íslenska hestsins
Landssamband hestamannafélaga stendur að Hestadögum í góðu samstarfi við Íslandsstofu sem kynnir íslenska hestinn á heimsvísu undir kjörorðinu HORSES OF ICELAND.
Landssamband hestamannafélaga stendur að Hestadögum í góðu samstarfi við Íslandsstofu sem kynnir íslenska hestinn á heimsvísu undir kjörorðinu HORSES OF ICELAND.
 
SKRÚÐREIÐ KL. 13 Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR LAUGARDAGINN 30. APRÍL
Skrúðreiðin leggur af stað frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og fer um Bankastræti, Austurstræti, Pósthússtræti, Vonarstræti og á Austurvöll þar sem kór tekur á móti hestum og knöpum. Þar gefst fólki
tækifæri á að klappa hestunum og spjalla við knapana.
 
DAGUR ÍSLENSKA HESTSINS UM HEIM ALLAN 1. MAÍ
Eigendur íslenska hestins um heim allan eru hvattir til að gera sér glaðan dag með gestum og gangandi, bjóða í heimsókn í hesthús eða í útreiðartúr. Markmiðið er að kynna hestinn og hestamennsku fyrir almenningi, hafa gaman og njóta dagsins og slá á létta strengi!
 
DEILDU UPPLIFUN DAGSINS Á SAMFÉLAGSMIÐLUNUM
Horses of Iceland markaðsverkefnið mun opna samfélagsmiðla tengda íslenska hestinum. Taktu mynd og deildu upplifun dagsins með merkinu #horsesoficeland á samfélagsmiðlunum. Þú gætir unnið vikupassa á Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal dagana 27. júní til 3. júlí.
 

Tengist viðburðinum á Facebook
 

ÞETTA ER STÓR DAGUR Í ÍSLANDSHESTAMENNSKUNNI - VERTU MEÐ!
 

Vefsíða markaðsverkefnisins Horses of Iceland

Deila