Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
16. apríl 2014

Horn leyndarmála sett upp á Keflavíkurflugvelli

Horn leyndarmála sett upp á Keflavíkurflugvelli
Búið er að setja upp hljóðinnsetninguna "The Secret Horn" í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem leyndarmálum um Ísland er hvíslað í eyru ferðalanga. Hornið er hluti af vetrarherferð Inspired by Iceland, en það hefur áður verið sett upp við Konstablerwache-torg í Frankfurt þar sem þessi litríka hljóðinnsetning vakti mikla athygli vegfarenda og þýskra fjölmiðla.

Búið er að setja upp hljóðinnsetninguna "The Secret Horn" í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem leyndarmálum um Ísland er hvíslað í eyru ferðalanga. Hornið er hluti af vetrarherferð Inspired by Iceland, en það hefur áður verið sett upp við Konstablerwache-torg í Frankfurt þar sem þessi litríka hljóðinnsetning vakti mikla athygli vegfarenda og þýskra fjölmiðla. Hornið er íslensk hönnun, en þjóðþekktir Íslendingar á borð við rithöfundana Steinunni Sigurðardóttur og Hallgrím Helgason, og tónlistarmennina Hauk Heiðar Hauksson í Diktu, Sigríði Thorlacius og Högna í Hjaltalín ljáðu rödd sína í verkefnið og hvísluðu leyndarmálum sem spiluð eru frá horninu.

Hornið er hluti af „Share the Secret“ herferðinni sem Inspired by Iceland hefur staðið fyrir í vetur. Herferðin miðar að því að gefa ferðalöngum kost á því að kynnast leyndardómum Íslands og eru Íslendingar hvattir til að segja frá skemmtilegum ævintýrum í kringum landið sem ekki hafa notið verðskuldaða athygli ferðamanna.

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu segir: „Ísland er fullt af ævintýralegum tækifærum sem fáir vita af og eru einfaldlega ekki á kortinu hjá erlendum ferðamönnum. Höfuðborgin og hver og einn landshluti býr yfir spennandi svæðum, fólki, skemmtilegri menningu, góðum mat, töfrandi slóðum og afþreyingu. Við viljum því gefa ferðamönnum tækifæri til að uppgötva íslensk ævintýri um allt land og ekki síður að gefa Íslendingum tækifæri á að benda ferðamönnum á það sem þeir ættu ekki að láta framhjá sér fara sem hægt er að upplifa allan ársins hring.

Deila