Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. nóvember 2013

Hraðstefnumót í Póllandi

Hraðstefnumót í Póllandi
Skandinavísk–pólska verslunarráðið býður til hraðstefnumóta fimmtudaginn 14. nóvember nk. í borginni Sopot í Póllandi. Sendiráð Íslands í Berlín er aðili að Skandinavísk-pólska verslunarráðinu og hægt er að fá aðgöngu að þessum viðburði í gegnum þá aðild

Skandinavísk–pólska verslunarráðið býður til hraðstefnumóta fimmtudaginn 14. nóvember nk. í borginni Sopot í Póllandi. Sendiráð Íslands í Berlín er aðili að Skandinavísk-pólska verslunarráðinu og hægt er að fá aðgöngu að viðburðinum í gegnum þá aðild. Sé áhugi fyrir að komast í samband við fyrirtæki í Norður–Póllandi þá er hér tækifæri til að ná allt að 30 kynningarfundum á stuttum tíma.

Fundurinn verður haldinn á Mera Spa Hotel, ul. Bitwy pod Płowcami 59, Sopot og hefst kl 17.

Frekari upplýsingar veita Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is og Kristín Hjálmtýsdóttir, kristin@chamber.is

Deila