Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. nóvember 2012

Huffington Post vinnur til verðlauna fyrir Inspired by Iceland samstarf

Huffington Post vinnur til verðlauna fyrir Inspired by Iceland samstarf
Vefur Huffington Post í Bretlandi hefur unnið til verðlauna frá Samtökum breskra auglýsingatofa (IPA) fyrir þátttöku sína í Inspired by Iceland herferðinni. Verðlaunin voru veitt fyrir frumlegustu netherferðina.

Vefur Huffington Post í Bretlandi hefur unnið til verðlauna frá Samtökum breskra auglýsingatofa (IPA) fyrir þátttöku sína í Inspired by Iceland herferðinni. Verðlaunin voru veitt fyrir frumlegustu netherferðina.

IPA veitir verðlaun fyrir það sem lofsvert þykir í stafrænni auglýsingagerð í Bretlandi. Að þessu sinni fær Huffington Post verðlaun fyrir samstarfsverkefni við Inspired by Iceland, í tengslum við heimboð Íslendinga veturinn 2011. Í herferðinni var unnið þvert á miðla, og reynt að ná til markhópsins gegnum mismunandi birtingarform.

Sem hluta af þeirri nálgun setti Huffington Post upp Inspired by Iceland síðu með myndböndum, bloggum og efni frá lesendum. Meðal þess efnis sem sýnt var á Huffington Post var heimildamyndin Íslander, sem breski kvikmyndagerðamaðurinn Rupert Murray gerði um heimboð Íslendinga.

Umfjöllun Huffington Post um Ísland náði augum 21 milljónar manna. Alls voru rúmlega 23% þeirra sem skoðuðu efnið nánar sem er hæsta hlutfall þeirra sem smella áfram (CTR) í sögu Huffington Post. Þá var jókst áhugi á Íslandi sem áfangastað um 130% hjá þeim sem sáu herferðina. 

Íslander from Inspired By Iceland on Vimeo.

Deila