Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. desember 2012

Húsfyllir í Buenos Aires

Húsfyllir í Buenos Aires
Um 100 starfsmenn argentínskra ferðaskrifstofa og fjölmiðla mættu á Íslandskynningu sem Íslandsstofa, í samvinnu við AWT Group, stóð fyrir í Buenos Aires síðastliðinn fimmtudag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um 100 starfsmenn argentínskra ferðaskrifstofa og fjölmiðla mættu á Íslandskynningu sem Íslandsstofa, í samvinnu við AWT Group, stóð fyrir í Buenos Aires síðastliðinn fimmtudag. Var þetta þriðji fundurinn í Suður-Ameríku en áður höfðu verið haldnar kynningar í borgunum Rio de Janeiro og Sao Paulo í Brasilíu sem heppnuðust einkar vel. 
AWT Group er umboðasaðili Icelandair í þessum löndum og tók Icelandair þátt, ásamt fyrirtækjunum Iceland Travel, Iceland Excursions, Mountaineers og Reykjavík Excursions. Áttu fulltrúar fyrirtækjanna gagnlega fundi með heimamönnum á hverjum stað og lofar góðu um aukningu frá þessu markaðssvæði.
Talsvert var fjallað um kynningarnar, bæði í almennum blöðum og á fagsíðum ferðaþjónustunnar. Sjá nánar hér neðst á síðunni.

Bæði Argentína og Brasilía eru mjög fjölmenn lönd þar sem millistétt fer vaxandi sem hefur hug á ferðalögum. Samanborið við aðra fjarmarkaði, s.s. Kína og Rússland, eru jákvæðir þættir til dæmis að ekki er krafist vegabréfsáritunar þegar flogið er beint til Evrópu, tungumálið er ekki fyrirstaða og í löndunum er frekar suður-evrópsk menning hvað snertir mat og aðra þætti. Gefur könnunarleiðangurinn því fyrirheit um sóknarfæri á þessu markaðssvæði.


Hér að neðan má sjá nokkrar umfjallanir af heimsókninni

 

 

Deila