Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. nóvember 2020

Hvaða tækifæri felast í að fá erlenda sérfræðinga til Íslands?

Hvaða tækifæri felast í að fá erlenda sérfræðinga til Íslands?
Á fundinum verður farið yfir hvers vegna það skiptir máli að fá erlenda sérfræðinga til starfa á Íslandi og hvað það er helst sem laðar þá hingað.

Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir opnum rafrænum fundi miðvikudaginn 2. desember um tækifærin sem felast í að fá fleiri erlenda sérfræðinga til landsins í hátæknistörf. 

Fundinum var streymt á Facebook. Hér að neðan er hægt að horfa á upptöku af fundinum. 

Á Íslandi starfa hundruð erlendra sérfræðinga hjá fjölmörgum hugverka- og nýsköpunarfyrirtækjum. Á fundinum verður farið yfir hvers vegna það skiptir máli að fá erlenda sérfræðinga til starfa á Íslandi og hvað það er helst sem laðar þá hingað.

Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu: „Það er margt við íslenska samfélagsgerð sem við tökum sem gefnu sem aðrar telja til mikilvægra samfélagslegra gæða. Þegar Íslandsstofa vann að gerð Útflutningsstefnu fyrir Íslands kom skýrt í ljós hversu mikilvægt það er fyrir Íslensk fyrirtæki að hafa aðgang að starfsmönnum um allan heim með ólíka sérþekkingu. Vefurinn Work in Iceland og önnur verkefni Íslandsstofu taka því nú aukið mið af mikilvægi þess að vekja áhuga á Íslandi sem áhugaverðum stað til að búa og starfa.“

Á fundinum var frumsýnt myndband sem unnið var fyrir vefinn Work in Iceland þar sem rætt er við erlenda sérfræðinga sem flutt hafa hingað vegna vinnu. 

A View From the North from Íslandsstofa on Vimeo.

Deila