Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. febrúar 2016

„Iceland Fish and Ships“ á sjávarútvegssýningunni í Boston

„Iceland Fish and Ships“ á sjávarútvegssýningunni í Boston
Íslandsstofa verður með bás á sýningunni Seafood Processing North America sem haldin er í Boston dagana 6.-8.mars nk. þar verður kynnt það besta sem íslensk fyrirtæki bjóða í lausnum tengdum veiðum og vinnslu sjávarafurða, undir yfirskriftinni Iceland Fish and Ships.

Íslandsstofa verður með 12 fermetra bás á sýningunni Seafood Processing North America sem haldin verður í Boston dagana 6.-8.mars nk.
Í samstarfi við Íslenska sjávarklasann verður þar kynnt undir yfirskriftinni Iceland Fish and Ships það besta sem íslensk fyrirtæki bjóða í lausnum tengdum veiðum og vinnslu sjávarafurða.

Um er að ræða nýja nálgun á þátttöku fyrirtækja í sýningunni en auk almennrar kynningar taka sex fyrirtæki þátt undir þessum sameiginlega hatti. Þrjú þeirra, Hampiðjan, Kælismiðjan Frost og Wise verða með sína fulltrúa á staðnum en tekið verður við fyrirspurnum og kynningarefni dreift fyrir hin þrjú, Borgarplast, Navis og TrackWell. Básinn er hluti af íslenskum þjóðarbás þar sem fyrirtækin Skaginn 3X, Valka, Martak, Héðinn og Optimar kynna vörur sínar og þjónustu.

Smellið á myndina hér að neðan til að stækka hana

 

Deila