Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. maí 2012

Innkaup stofnana Sameinuðu þjóðanna - námsstefna í Kaupmannahöfn

Innkaup stofnana Sameinuðu þjóðanna - námsstefna í Kaupmannahöfn
Íslandsstofa kynnir námsstefnu um innkaup stofnana Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 6. og 7. júní.

Íslandsstofa kynnir námsstefnu um innkaup stofnana Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 6. og 7. júní.

Á námsstefnunni munu fulltrúar einstakra stofnana kynna innkaupaferla og gefa raunhæf dæmi um kaup og áætlaða þörf á vörum og þjónustu. Auk þess verða kynnt tækifæri til samstarfs um nýsköpun. Þá munu Alþjóðabankinn og Þróunarbanki Afríku kynna áætlanir um sjálfbæra þróun.

Þátttökugjald er DKK 4.700 fyrir fyrsta þátttakanda frá fyrirtæki og DKK 2.500 fyrir annan þátttakanda frá sama fyrirtæki. Þátttakendur sjá sjálfir um að bóka ferðir og hótel.

Nánari upplýsingar um námsstefnuna er að finna hjá Ernu Björnsdóttur, erna@islandsstofa.is og Hermanni Ottóssyni, hermann@islandsstofa.is

Deila