Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. september 2013

Inspired by Iceland markaðsherferðin vinnur hin virtu Euro Effie auglýsingaverðlaun

Inspired by Iceland markaðsherferðin vinnur hin virtu Euro Effie auglýsingaverðlaun
Inspired by Iceland markaðsherferðin hlaut í gærkvöldi hin virtu Euro Effie verðlaun í flokknum afþreying og skemmtun fyrir heimboð Íslendinga við hátíðlega athöfn í Brussel. Þetta er í annað skipti sem Inspired by Iceland hlýtur Euro Effie verðlaun.

Inspired by Iceland markaðsherferðin hlaut í gærkvöldi hin virtu Euro Effie verðlaun í flokknum afþreying og skemmtun fyrir heimboð Íslendinga við hátíðlega athöfn í Brussel. Þetta er í annað skipti sem Inspired by Iceland hlýtur Euro Effie verðlaun, en herferðin hlaut aðalverðlaun í keppninni árið 2011 fyrir bestu notkun samfélagsmiðla, en það sama ár hlaut Inspired by Iceland einnig Grand Prix verðlaunin fyrir herferð ársins.

Effie verðlaunin eru virtustu og eftirsóttustu fagverðlaun sem veitt eru í auglýsingageiranum, en það eru Samtök evrópskra auglýsingastofa (EACA) sem standa að veitingu Effie verðlaunanna. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1954. Auk Inspired by Iceland kepptu auglýsingaherferðir fyrir mörg af þekktustu vörumerkjum heims um Euro Effie verðlaunin. Þar á meðal má nefna Volkswagen, Audi og Hyundai.

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Inspired by Iceland, en það voru Íslenska auglýsingastofan og The Brooklyn Brothers í London sem unnu vetrarherferðina.

Um Ísland allt árið
Í byrjun árs 2011 var efnt til samstarfsverkefnisins „Ísland – allt árið“ til að auka fjölda ferðamanna utan háannar í ferðaþjónustu og skapa þannig ný störf og auka arðsemi af greininni. Verkefnið byggir á samstarfi opinberra aðila, einkaaðila og sveitarstjórna, en unnið er með vörumerkið Inspired by Iceland. Íslandsstofa annast framkvæmd verkefnisins, sem er undir stjórn iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Icelandair, Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustunnar, Ráðstefnuborgin Reykjavík, Isavia, Samtaka verslunar og þjónustu og Landsbankans.  Um 100 fyrirtæki  eru þátttakendur  í verkefninu​. ​

Deila