Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
2. september 2015

Inspired by Iceland vinnur Skifties annað árið í röð

Inspired by Iceland vinnur Skifties annað árið í röð
Inspired by Iceland hefur unnið til Skifties verðlauna fyrir nýstárlega notkun samfélagsmiðla fyrir markaðsherferðina Ask Gudmundur. Verðlaunin eru veitt fyrir þá hugmynd að bjóða persónulegri upplifun með því að bjóða ferðalöngum að beina spurningum til fólks með hið algenga íslenska nafn Guðmundur eða Guðmunda.

Inspired by Iceland hefur unnið til Skifties verðlauna fyrir nýstárlega notkun samfélagsmiðla fyrir markaðsherferðina Ask Gudmundur. Verðlaunin eru veitt fyrir þá hugmynd að bjóða persónulegri upplifun með því að bjóða ferðalöngum að beina spurningum til fólks með hið algenga íslenska nafn Guðmundur eða Guðmunda. 

Gerð voru myndbönd þar sem hver Guðmundur og Guðmunda  svöruðu spurningum ferðamanna og hafa þau myndbönd náð miklum vinsældum á samfélagsmiðlum  en samanlagt hafa um 1,8 milljón manns séð myndböndin síðan í apríl. Hægt var að fylgjast með myllumerkinu #AskGudmundur á meðan á herferðinni stóð.

Skifties verðlaunin eru veitt af ráðgjafafyrirtækinu Skift fyrir notkun samfélagsmiðla í ferðaþjónustu í 30 flokkum. Meðal þeirra sem einnig hlutu verðlaun eru Uber, Beautiful Destinations, Lonely Planet og Tourism Australia. Inspired by Iceland hefur áður unnið til verðlauna í þessum sama flokki, árið 2014, þá fyrir Iceland Secret herferðina.

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu: „Það er ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu aftur en þetta endurspeglar þann árangur sem við höfum verið að ná undir merkjum Inspired by Iceland. Við verðum oft vör við það að samkeppnisaðilar okkar horfa til þess hvernig staðið er að málum hjá okkur og viðurkenning sem þessi sýnir klárt og skýrt af hverju þeir gera það.“

Deila