Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. október 2016

Ísland á bókamessunni í Gautaborg

Ísland á bókamessunni í Gautaborg
Íslandsstofa hélt utan um íslenskan þjóðarbás á bókamessunni í Gautaborg, í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta, en sýningin fer fram í september á hverju ári.

Íslandsstofa hélt utan um íslenskan þjóðarbás á bókamessunni í Gautaborg, í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta, en sýningin fer fram í september á hverju ári. Samhliða sýningunni sem stendur yfir í fjóra daga er boðið upp á hinar ýmsu málstofur þar sem fjöldi heimsþekktra höfunda tekur þátt.

Íslenski básinn var einkar glæsilegur og dró að sér fjölda gesta sem m.a. keyptu bækur eftir íslenska höfunda, en Félag íslenskra bókaútgefenda sá um bóksöluna. Á staðnum voru kynntir barna- og ungmenna höfundarnir Þórdís Gísladóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Arnar Már Arngrímsson, Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson og tóku þau einnig þátt í öðrum viðburðum sýningarinnar þar sem fjallað var um bækur þeirra.

Bókamessan í Gautaborg er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum en hana sækja árlega um 100.000 gestir. Í bókmenntadagskrá sýningarinnar má finna um 3000 dagskrárliði og rúmlega 800 sýnendur, auk þess sem um 2000 höfundar og fyrirlesarar taka þar þátt hverju sinni.

Deila