Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. janúar 2019

Ísland kynnt á ferðakaupstefnu í Nýju Delí

Ísland kynnt á ferðakaupstefnu í Nýju Delí
Íslandsstofa hélt utan um þátttöku Íslands á ferðakaupstefnunni SATTE í Nýju Delí á Indlandi dagana 16. – 18. janúar.

Ísland var síðast með þjóðarbás á þessari sýningu fyrir meira en tíu árum. Miðað við þann gríðarlega áhuga sem Ísland fékk á sýningunni var greinilega tímabært að taka aftur þátt í ár. Ferðaheildsalar sögðust finna fyrir stóraukinni eftirspurn eftir ferðum til Íslands, en það sem heillar Indverja helst eru norðurljósin og vetrarferðamanneska.

Fimm íslensk fyrirtæki stóðu vaktina á þjóðarbásnum og má til gamans geta að fulltrúar Íslandsstofu tóku við rúmlega þúsund nafnspjöldum á meðan á sýningunni stóð. Lögð var áhersla á að kynna Iceland Specialist verkefnið og markaðsefni frá Íslandsstofu. Við kynntum einnig þá sérfræðiaðstoð sem sendiráð okkar í Nýju Delí og þeirra starfsfólk veitir en þau hafa mikla þekkingu á markaðnum og ber að þakka þeim sérstaklega fyrir aðstoðina. Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru: Icelandair, Icelandair Hotels, Hey Iceland, Reykjavík Sailors og Superjeep.is.

Ferðamönnum frá Indlandi fer fjölgandi í heiminum og Ísland nýtur góðs af. Þessi mikla aukning er aðallega tilkomin vegna styrkingar millistéttarinnar þar í landi. Í tölum Hagstofu Íslands um gistinætur má sjá ört vaxandi fjölda gistinátta ferðamanna frá Indlandi. Árið 2013 námu þær einungis 3 þúsund, en hafði fjölgað í 21 þúsund árið 2017 og má búast við frekari aukningu á komandi árum.


Deila