Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. október 2013

Ísland kynnt á sýninu í London

Ísland kynnt á sýninu í London
Íslandsstofa hélt til London nýverið, ásamt fulltrúum fjögurra íslenskra fyrirtækja, þar sem þau tóku þátt í sýningunni Scandinavia Show.

Íslandsstofa hélt til London nýverið, ásamt fulltrúum fjögurra íslenskra fyrirtækja, þar sem þau tóku þátt í sýningunni Scandinavia Show.

Þetta er neytendasýning sem sýnir það helsta í skandinavískri hönnun, matvælum, húsgögnum og ferðalögum sem jafnframt er hægt er að versla á staðnum. Um 8.000 gestir sóttu sýninguna í ár ásamt 40 sýnendum frá Skandinavíu.

Boðið var upp á ýmsa viðburði á staðnum. Íslenski kórinn í London kom fram og söng nokkur vel valin  lög fyrir gesti og settir voru á svið víkingabardagar þar sem börn fengu m.a. að spreyta sig í skylmingum. Þá voru haldnar sérstakar kynningar á hverju Norðurlandi fyrir sig og bar norðurljósin þar hæst á góma. Það var Hera Brá Gunnarsdóttir, starfsmaður Íslandsstofu, sem var fulltrúi Íslands á kynningunni og fræddi hún viðstadda um það helsta sem Ísland hefur upp á að bjóða í ferðamálum.

Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt að þessu sinni voru Reykjavik Excursions, Iceland Excursions, Mountaineers of Iceland og GJ Travel.

 

 

 

 

 

 

 

Deila