Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. apríl 2015

Ísland kynnt í Kína

Ísland kynnt í Kína
Yfir 300 ferðaþjónustuaðilar í Kína fengu kynningu á Íslandi og Grænlandi sem áfangastað dagana 12.- 17. apríl.
Yfir 300 ferðaþjónustuaðilar í Kína fengu kynningu á Íslandi og Grænlandi sem áfangastað dagana 12. – 17. apríl. Í samstarfi við sendiráð Íslands í Kína skipulagði Íslandsstofa viðskiptasendinefnd til fimm kínverskra borga: Beijing, Tianjin, Nanjing, Hangzhou og Shjanghai. Níu íslensk fyrirtæki tóku þátt ásamt fulltrúum frá Visit Greenland, samtals um tuttugu manns. 
 
Stefán Skjaldarsson, sendiherra Íslands í Kína, opnaði fundina og fjallaði um samband Íslands og Kína. Forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, Inga Hlín Pálsdóttir og markaðsstjóri Visit Greenland, Malik Milfeldt héldu síðan kynningar á Íslandi og Grænlandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Þá buðu fulltrúar ferðamálayfirvalda viðkomandi borga fyrirtækin velkomin í sína heimaborg.
 
Sendiherra Íslands, Stefán Skjaldarsson segir gríðarlega mikinn áhuga á Íslandi. Ferðamenn frá Kína voru í fyrra um 26.000 og má búast við mikilli aukningu á árinu en árið byrjar vel með um 80% aukningu. Búast má við að ferðaþjónusta verði í lok þessa árs stærsta gjaldeyrisöflun frá Kína á eftir sjávarútvegi.
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, segir ánægjulegt að sjá þann áhuga sem Kínverjar hafa á Íslandi. Þetta séu sérhæfðir ferðaþjónustuaðilar sem skipuleggi dýra heildarpakka til Íslands. Kínverskir ferðamenn séu hrifnir af norðurljósunum, náttúrunni og íslenskri menningu.
 
Í síðustu viku tók sendiráð Íslands á móti verðlaunum frá Qyer.com þar sem að um 900.000 aðilar höfðu valið Jökulsárlón sem besta stað í heimi til þess að taka myndir af stjörnuhimni. Merkja má gríðarlegan áhuga á samfélagsmiðlum á Íslandi í Kína samkvæmt ferðaþjónustuaðilum í borgunum sem heimsóttar voru.
 
Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru: Icelandair, Icelandair Holidays, Reykjavík Excursions, Grayline, Iceland Europe Travel Partnership, Guðmundur Jónasson Travel, Flugfélag Íslands, Íslandshótel og Yu Fan Travel.
 

Deila