Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. mars 2015

Ísland kynnt sem áfangastaður á ferðasýningu í Rússlandi

Ísland kynnt sem áfangastaður á ferðasýningu í Rússlandi
Ísland tekur nú í fyrsta sinn fullan þátt í MITT ferðakaupstefnunni sem fram fer í Moskvu þessa dagana. Þar var Ísland valið sem besti áfangastaðurinn fyrir „Activity Travel“.

Ísland tekur nú í fyrsta sinn fullan þátt í MITT ferðakaupstefnunni (Moscow International Exhibition of Travel & Tourism) sem fram fer í Moskvu þessa dagana.

Á síðasta ári var eingöngu fulltrúi frá Íslandsstofu á sýningunni en nú eru það sjö fyrirtæki sem taka þátt. Þau eru: Norðurflug, Icelandair, Hotels of Iceland, Icelandair hotels, Bjarmaland Travel, Aurora Tours og Iceland Travel.

Á sýningunni var kynnt niðurstaða könnunar sem vefsíðan Travel.ru gerði meðal lesenda sinna og völdu þeir Ísland sem besta áfangastaðinn fyrir „Activity Travel“.

Sendiráð Íslands í Moskvu styður vel við verkefnið og mun m.a. Albert Jónsson sendiherra bjóða hagsmunaaðilum til móttöku í kvöld – fimmtudag – þar sem gestir fá m.a. að smakka á íslenskum réttum.

Deila