Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. nóvember 2014

Ísland með þjóðarbás á China Fisheries & Seafood Expo í Qingdao

Ísland með þjóðarbás á China Fisheries & Seafood Expo í Qingdao
Aðsókn hefur verið mjög góð á sjávarútvegssýninguna China Fisheries & Seafood Expo sem lýkur í dag. þetta er í nítjánda sinn sem sýningin er haldin en Ísland hefur verið með þjóðarbás þar frá upphafi.

Aðsókn hefur verið mjög góð á sjávarútvegssýninguna China Fisheries & Seafood Expo sem lýkur í dag. Hún hefur staðið yfir undanfarna þrjá daga, en þetta er í nítjánda sinn sem sýningin er haldin. Ísland hefur verið með þjóðarbás á sýningunni frá upphafi.

Kínversk fyrirtæki kynna vörur sínar í fimm höllum, ein fyrir vélar og tæki og ein þar sem alþjóðleg fyrirtæki sýna. Á næsta ári á sýningin 20 ára afmæli og þá mun hún flytjast í nýja og glæsilega sýningarhöll sem verið er að byggja rétt fyrir utan Qingdao.

Almenn ánægja ríkir með þátttökuna í ár meðal íslensku sýnendanna en þeir eru Tríton, Vinnslustöðin, Marel, Promens og Icelandic. Þegar hafa borist bókanir á íslenska þjóðarbásinn fyrir næsta ár, sem haldin verður dagana 4.- 6. nóvember 2015.

 

Deila