Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. nóvember 2015

Ísland tekur þátt á sjávarútvegssýningu í Kína í 20. sinn

Ísland tekur þátt á sjávarútvegssýningu í Kína í 20. sinn
Ísland er með þjóðarbás á sjávarútvegssýningunni í Quingdao í Kína, en sýningunni lýkur í dag. Þetta er í 20. sinn sem sýningin er haldin og hefur Ísland verið með frá upphafi.

Ísland er með þjóðarbás á sjávarútvegssýningunni í Quingdao í Kína, en sýningunni lýkur í dag. Þetta er í 20. sinn sem sýningin er haldin og hefur Ísland verið með frá upphafi.

Sjávarútvegssýningin er sú stærsta sinnar tegundar i Asíu og fer hún fram í nýrri og glæsilegri sýningarhöll rétt fyrir utan borgina Qingdao þar sem yfir 1300 fyrirtæki frá 46 löndum taka þátt. Búist er við að yfir 25.000 gestir sæki sýninguna í ár. Mikill fjöldi fólks hefur heimsótt íslenska básinn alla þrjá sýningardagana. Þar á meðal er Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, sem var sérstakur heiðursgestur á sýningunni. Íslensku fyrirtækin sem taka þátt í ár, ásamt Íslandsstofu, eru Iceland Pelagic, HB Grandi, Tríton, VSV og Icelandic.  

Millistéttin í Kína hefur meira fjárráð en áður og hefur komið fram í neyslukönnunum að Kínverjar eyða nú stærri upphæðum í matvæli og þá sérstaklega í sjávarafurðir. Þetta býður m.a. upp á aukin tækifæri fyrir útflutning á íslensku sjávarfangi til Kína. 

Deila