Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. október 2018

Ísland tekur þátt í ráðstefnu um vatnsaflsvirkjanir

Ísland tekur þátt í ráðstefnu um vatnsaflsvirkjanir
Íslandsstofa tók þátt ásamt fimm íslenskum fyrirtækjum á ráðstefnunni Hydro 2018 sem fór fram dagana 15. - 17. október í Gdansk.

Hydro er alþjóðleg ráðstefna um vatnsaflsvirkjanir og er haldin árlega en hana sækja að jafnaði um 1500 gestir. Samhliða ráðstefnunni er haldin tæknisýning þar sem fyrirtæki frá öllum heimshornum taka þátt.

Þátttakendur frá Íslandi voru að þessu sinni Landsvirkjun Power, Efla, Mannvit, Vatnaskil og Verkís. Íslensku fyrirtækin komu saman undir einum hatti á sýningunni með það markmið að kynna þá reynslu og þekkingu sem Ísland hefur upp á að bjóða á sviði fallvatnsvirkjana. Til að vekja frekari athygli á lausnum frá Íslandi var boðið upp á örerindi á íslenska básnum. Erindið fjallaði um það hvernig hámarka megi nýtingu vatnsafls á rekstrarsvæðum orkufyrirtækja. Sagt var frá leiðum Landsvirkjunar í þessum efnum á Þjórsár-Tungnársvæði í gegnum tíðina og sérstaklega greint frá nýjustu framkvæmdinni; stækkun Búrfellsvirkjunar, og hvernig beita megi hliðstæðri aðferðarfræði á öðrum stöðum innan svæðisins, annars staðar á Íslandi og á heimsvísu. 


 

Deila