Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. nóvember 2014

Ísland vinsælast hjá lesendum Guardian

Ísland vinsælast hjá lesendum Guardian
Íslands­stofa hlaut verðlaun á hátíð The Guar­di­an og Obser­ver í Aga­dir, Mar­okkó, um helg­ina. Full­trúi Íslands­stofu, Ingvar Örn Ingvars­son, tók á móti verðlaun­un­um en verðlaun­in eru veitt ár­lega í nokkr­um flokk­um á grunni les­enda­könn­un­ar dag­blaðsins The Guar­di­an til þeirra aðila er vinna að markaðssetn­ingu áfangastaða.

Íslands­stofa hlaut verðlaun á hátíð The Guar­di­an og Obser­ver í Aga­dir, Mar­okkó, um helg­ina. Full­trúi Íslands­stofu, Ingvar Örn Ingvars­son, tók á móti verðlaun­un­um en verðlaun­in eru veitt ár­lega í nokkr­um flokk­um á grunni les­enda­könn­un­ar dag­blaðsins The Guar­di­an til þeirra aðila er vinna að markaðssetn­ingu áfangastaða. Íslands­stofa hlaut sam­bæri­leg verðlaun frá The Guar­di­an síðast árið 2012.

Um 90 gest­ir sóttu hátíð The Guar­di­an og Obser­ver heim þetta árið og var staðar­valið þetta skiptið Aga­dir í Mar­okkó. Verðlaun­anna er beðið með eft­ir­vænt­ingu ár hvert. 

Verðlaun­in af­henti breska sjón­varps- og æv­in­týra­kon­an Helen Skelt­on en hún hef­ur meðal ann­ars unnið sem kynn­ir hjá BBC-sjón­varpsþátt­un­um Blue Peter auk þess sem hún var fyrsta mann­eskj­an til að hjóla á suður­pól­inn. Helen lét þau orð falla við verðlauna­af­hend­ing­una að verðlauna­landið Ísland væri í miklu upp­á­haldi meðal les­enda The Guar­di­an og Obser­ver og mikið kvik­mynda­land sem síðast hefði sést í vin­sæl­um kvik­mynd­um á borð við The Secret Life of Walter Mitty, Promet­heus og In­ter­stell­ar. 

Gríðarleg­ur áhugi er á Íslandi þessi miss­er­in í Bretlandi og höfðu gest­ir verðlauna­af­hend­ing­ar­inn­ar orð á því að fáir áfangastaðir væru eins aðgengi­leg­ir, spenn­andi og æv­in­týra­leg­ir og Ísland.

Deila