Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. janúar 2018

Íslandsbásinn fjölsóttur á Fitur 2018

Íslandsbásinn fjölsóttur á Fitur 2018
Dagana 17.-21. janúar sl. tóku níu íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu þátt í Fitur ferðasýningunni í Madrid á Spáni á bás Íslandsstofu.

Dagana 17.-21. janúar sl. tóku níu íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu þátt í Fitur ferðasýningunni í Madrid á Spáni á bás Íslandsstofu: Air Iceland Connect, Gray Line Iceland, Iceland Travel, Icelandair, Island Tours, Mountaineers of Iceland, Reykjavík Excursions, Terra Nova og WOW air.

Gríðarlega mikil aðsókn var á íslenska sýningarbásinn, en Ísland nýtur nú um þessar mundir mikilla vinsælda sem ferðaáfangastaður meðal Spánverja og hefur komum spænskra ferðamanna til Íslands fjölgað mjög allan ársins hring síðustu ár. Aðsókn að Fitur hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og hana sækir mikill fjöldi fagaðila alls staðar að úr heiminum. Að venju var boðið upp á úrvals íslenskan saltfisk á Íslandsbásnum sem er ávöxtur ánægjulegs samstarfs tveggja sviða Íslandsstofu, matvælasviðs og sviðs ferðaþjónustu og skapandi greina. 

Deila