Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. október 2012

Íslandsstofa aðili að klasasamstarfi íslensku ferðaþjónustunnar

Íslandsstofa aðili að klasasamstarfi íslensku ferðaþjónustunnar
Þann 9. október var haldinn upphafsfundur í klasasamstarfi innan íslensku ferðaþjónustunnar í Norræna húsinu í Reykjavík. Yfir 40 aðilar, þar á meðal Íslandsstofa, undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar.

Þann 9. október var haldinn upphafsfundur í klasasamstarfi innan íslensku ferðaþjónustunnar í Norræna húsinu í Reykjavík. Yfir 40 aðilar, þar á meðal Íslandsstofa, undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar í anda klasaaðferðafræði dr. Michael Porter.

Meðal þeirra sem gerðust stofnaðilar að samstarfinu eru mörg lykilfyrirtæki á sviði ferðaþjónustu, opinberir aðilar og fyrirtæki sem styðja við eða eiga samstarf við ferðaþjónustuna. Eitt helsta markmið samstarfsins er að auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun innan íslensku ferðaþjónustunnar.

Fundurinn var fjölsóttur og bar vott um mikinn áhuga á að nota aðferðir klasastjórnunnar í þágu ferðaþjónustunnar. Fjögur erindi voru flutt. Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri Gekon fjallaði um klasastjórnun, dr. Eyþór Ívar Jónsson framkvæmdastjóri Klak, nýsköpunarmiðstöðvunar atvinnulífsins, fjallaði um klasasamstarf sem verkfæri til nýsköpunar í atvinnulífinu, Ingibjörg Guðjónsdóttir frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og SAF gerði grein fyrir væntingum ferðaþjónustunnar til verkefnisins og Rósbjörg Jónsdóttir frá Gekon fór yfir verkáætlun og markmið verkefnisins.

Hér að neðan má sjá lógó þeirra aðila sem skrifuðu undir samning:

 

Deila