Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. nóvember 2016

Íslandsstofa tilnefnd til Markaðsverðlauna ÍMARK

Íslandsstofa tilnefnd til Markaðsverðlauna ÍMARK

Íslandsstofa, Icelandair og Íslandsbanki eru tilnefnd til Markaðsverðlauna ÍMARK í ár. Verðlaunin eru veitt þeim fyrirtækjum sem þykja hafa skarað fram úr í markaðsmálum undanfarin tvö ár og náð árangri.

Verðlaunin verða afhent þriðjudaginn 15. nóvember klukkan 12 á Hilton Reykjavík Nordica. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin því fyrirtæki sem dómnefnd á vegum ÍMARK hefur valið sem Markaðsfyrirtæki ársins 2016.

ÍMARK hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991, en markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja og er það dómnefnd á vegum ÍMARK sem velur fyrirtækin. 

Dómnefnd á markaðsfyrirtæki ársins skipa fulltrúar úr stjórn ÍMARK, háskólasamfélaginu og atvinnulífinu. Við dómnefndarstörf ber dómurum að gæta fyllsta hlutleysis í dómum sínum, láta fagmennsku ráða niðurstöðu og gæta fyllsta trúnaðar í meðferð allra gagna.

Í dómnefndinn í ár sitja:

  • Dr. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður dómnefndar 
  • María Hrund Marinósdóttir, formaður ÍMARK og Markaðsstjóri Strætó 
  • Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins og stjórnarmaður í ÍMARK
  • Ingólfur Örn Guðmundsson, markaðsstjóri Marel
  • Þóranna K. Jónsdóttir, markaðsstjóri SimplyBook.me og markaðsnörd (Thoranna.is) 

Deila