Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. maí 2018

Íslensk ferðaþjónusta í Seattle

Íslensk ferðaþjónusta í Seattle
Um 40 aðilar í ferðaþjónustu sóttu vinnustofu sem haldin var 4. maí sl. í Seattle á vegum Íslandsstofu.

Tilefnið var opnun nýbyggingar Nordic Museum í Seattle 5. maí og heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar og frú Elizu Reid á safnið. Auk landakynninga fulltrúa Íslands, Færeyja og Grænlands flutti frú Eliza Reid, forsetafrú og sendiherra ferðamála og sjálfbærrar þróunar hjá Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) ávarp á vinnustofunni.

Fulltrúar tólf íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu voru með í för og hittu að máli ferðasöluaðila og fjölmiðla á staðnum. Það voru fyrirtækin Activity Iceland, GJ Travel, Go North, Gray Line Iceland, Hey Iceland, Icelandair, Iceland Travel, Prime Tours, Reykjavík Excursions, Superjeep, Snæland Travel og Special Tours auk færeysku fyrirtækjanna 62N incoming, Atlantic Airways og Greengate incoming. 

Deila