Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
6. desember 2019

Íslensk framleiðslufyrirtæki sækja Focus sýninguna í London

Íslensk framleiðslufyrirtæki sækja Focus sýninguna í London
Alls voru sex íslensk framleiðslufyrirtæki samankomin á staðarvalssýningunni Focus í London.

Film in Iceland mætti ásamt sex íslenskum framleiðslufyrirtækjum á samnorrænan bás á staðarvalssýninguna Focus sem haldin var 3. - 6. desember í London. Íslensku fyrirtækin sem þar voru saman komin voru Truenorth, Pegasus, Sagafilm, Frostfilm, Hero Productions og On The Rocks.

Þetta er í fyrsta skipti sem Norrænu löndin taka saman höndum um að setja saman bás fyrir sýninguna og þótti það takast með afbrigðum vel. 

Deila