Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. október 2013

Íslensk fyrirtæki í byggingariðnaði skoða ný tækifæri í Noregi

Íslensk fyrirtæki í byggingariðnaði skoða ný tækifæri í Noregi
Í byrjun þessarar viku fóru sjö íslensk fyrirtæki í byggingariðnaði til Oslóar til fundar við verkkaupa, hönnuði og ráðgjafa. Á meðal þeirra sem íslensku fyrirtækin hittu voru verktakafyrirtækið Veidekke, norska vegagerðin og fasteignafélagið Basale.

 

 

 

 

 

 

 

 


Í byrjun þessarar viku fóru sjö íslensk fyrirtæki í byggingariðnaði til Oslóar til fundar við verkkaupa, hönnuði og ráðgjafa.

Á meðal þeirra sem íslensku fyrirtækin hittu voru verktakafyrirtækið Veidekke, norska vegagerðin og fasteignafélagið Basale. Fundurinn hófst á kynningum en síðan settust menn niður til að ræða mögulegt samstarf. Íslensku fyrirtækin sinna nú þegar verkefnum í Noregi og markmið ferðarinnar var fyrst og fremst að víkka út það tengslanet sem þau hafa byggt upp nú þegar. Fyrstu viðbrögð norsku og íslensku þátttakendanna eftir fundinn voru jákvæð og þar urðu til tengsl sem fylgt verður eftir.

Mikil samkeppni ríkir á norska byggingarmarkaðnum og því miklvægt að minna reglulega á sig og halda á lofti þeirri reynslu og sérþekkingu sem íslensku fyrirtækin hafa fram að færa.

Ferðin til Noregs var lokapunktur verkefnis sem hófst í upphafi ársins með fyrlestrum um markaðsmál og þjálfun í sölu- og kynningartækni. Íslensku fyrirtækin sem þátt tóku í verkefninu eru arkitektastofurnar Arkís og Batteríið, Íslenskir aðalverktakar og verkfræðistofurnar Efla, Mannvit, Verkís og VSÓ Ráðgjöf.

Deila